Okkar þjónusta

Skráningartöflur

Tökum að okkur að reikna skráningartöflur en það er tafla sem sýnir stærðir allra rýma byggingarinnar, skráðar eignatengingar og aðrar grundvallarupplýsingar.

Skráningartafla er undirstaða eignaskiptayfirlýsingar sem er grundvallasamningur um eign milli íbúa í fjöleignahúsi.

Placeholder

Eignaskiptayfirlýsingar

Eignaskiptayfirlýsing er samningur á milli eigenda í fjöleignahúsi sem liggur til grundvallar fyrir rekstur húsfélaga. Hún segir til um hversu mikið eigendur greiða í sameiginlegum viðhalds- og rekstrarkostnaði fyrir húsið, og ákvarðar hlutfallsskiptingu fyrir hita og rafmagn. Í henni er einnig skilgreint hvernig rými hússins skiptast í séreign, sameign og sérafnotafleti.

Merkjalýsingar

Merkjalýsing er lýsing landfræðilegrar afmörkunar fasteignar eða landeignar með upplýsingum um eignamörk, upplýsingar um aðra skráningu fasteignar og réttindi tengd henni.

Nýlega kom til reglugerð þar sem eig­end­um ber að við­halda merkj­um fast­eigna sinna og láta gera nýja merkjalýs­ingu í hvert sinn sem ný fast­eign er stofn­uð eða þeg­ar breyt­ing­ar verða á merkj­um fast­eign­ar s.s. með upp­skipt­ingu eða þeg­ar hún er sam­ein­uð ann­arri.

Hafðu samband og við veitum þér ráðgjöf

Við veitum þér ráðgjöf til að byrja með endurgjaldslaust. Hafðu samband við okkur í tölvupósti eða síma og við beinum þér í rétta átt.

Hafa samband